Reitir fagna 10 ára skráningarafmæli
Reitir fagna 10 ára skráningarafmæli í dag og tók starfsfólk á móti fulltrúum Kauphallarinnar á skrifstofu sinni og hringdi kauphallarbjöllunni við opnun markaða. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita, ávörpuðu starfsfólk félagsins við tilefnið.

Reitir verða til
Vegferð Reita hófst með opnun Kringlunnar árið 1987. Fimm árum fyrir skráningu var nafnið Reitir tekið upp en félagið hafði þá byggst upp í gegnum ýmsa samruna, m.a. á Eignarhaldsfélagi Kringlunnar, Þyrpingar, Fasteignafélagsins Stoða, kaup fasteigna í eigu Kletta, og fasteignafélagsins Landsafls.
11,87 milljarðar í arð á 10 árum
Markviss stækkun eignasafnsins með kaupum á eignum, þróunarverkefnum og umfangsmiklum endurbótum hafa staðið undir myndarlegum vexti félagsins og verðmætasköpun til hluthafa.
Starfsfólk Reita fagnar 10 ára skráningarafmæli félagsins.
„Í dag fögnum við tíu ára skráningarafmæli Reita fasteignafélags á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. „Reitir hafa dafnað vel á markaði, en félagið er nú tíunda stærsta félagið í Kauphöllinni og ellefta stærsta fasteignafélagið á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum. Þá má ekki gleyma að Reitir er meðal öflugustu skuldabréfaútgefenda á markaði, sem sýnir hversu djúp spor félagið hefur sett á markaðinn. Við þökkum starfsfólki Reita fyrir farsælt samstarf undanfarin 10 ár og hlökkum til að styðja við félagið áfram.“
Frá skráningu hefur eignasafnið stækkað um 65.000 fermetra og telur í dag 480.000 fermetra af verslunar-, skrifstofu- og atvinnuhúsnæði. Á sama tímabili hefur félagið greitt út 11,87 milljarða í arð til hlutahafahóp félagsins sem hefur stækkað rúmlega sexfalt. Í dag er um 500 fyrirtæki sem treysta Reitum fyrir sínum húsnæðismálum og í því felst kjarnastarfsemi Reita.
Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóra Reita, takast í hendur í tilefni dagsins.
„Á þessum tímamótum vil ég þakka samstarfsfólki mínu, stjórn og öðrum samstarfsaðilum, fyrr og nú, sem hafa lagt félaginu lið undanfarinn áratug. Það er einmitt færni, þekking og metnaður þessa öfluga hóps sem hefur gert félagið að leiðandi afli í uppbyggingu og rekstri fasteigna á Íslandi. Með skýra sýn og stefnu að leiðarljósi, höldum við ótrauð áfram taka til okkar enn stærri og fjölbreyttari verkefni sem leggja grunn að áframhaldandi vexti félagsins og gagnast leigutökum og samfélaginu,“ segir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita.
Nýjar áherslur í fimm ára vaxtarstefnu Reita
Á seinasta ári markaði félagið nýja vaxtarstefnu til næstu fimm ára þar sem aukin áhersla er lögð á þróunarverkefni, vöxt í nýjum eignaflokkum sem efla og styrkja samfélagið, og framúrskarandi og fjölbreyttari þjónustu til viðskiptavina. Strax á fyrsta ári vaxtarstefnunar fjárfesti félagið fyrir 18,1 milljarða í verkefnum sem skila sér í vexti til skemmri og lengri tíma.
Í takt við aukna áherslu á þróunarverkefni er félagð með 140.000 fermetra af atvinnuhúsnæði og 600 íbúðir á teikniborðinu en þar á meðal eru 90.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði á Korputúni og 420 íbúðir á Kringlureit.
Eignasafn félagsins er stærsta safn atvinnuhúsnæðis á Íslandi og félagið stendur að fjölda umfangsmikilla endurbótaverkefna innan þess, m.a. á Klíníkinni við Ármúla 7-9, á Suðurlandsbraut 34 á Orkureitnum og víðar.
Magnús Harðason ávarpar gesti.
Stiklað á stóru í helstu áföngum Reita
2015: Reitir fasteignafélag er skráð á markað í Kauphöll Íslands. Félagið keypti Hótel Ísland að Ármúla 9 og endurnýjuða stóran hluta húsnæðisins þannig að það hentaði starfsemi Klíníkunnar.
2016: Félagið eignast ýmsar lykileignir, þar á meðal Hótel Borg, Guðrúnartún 10, húsnæði Advania, og Borgartún 37, húsnæði þáverandi Nýherja, nú Origo.
2017: Reitir festu kaup á um 15 hektara byggingarlandi fyrir atvinnuhúsnæði úr landi Blikastaða í Mosfellsfæ. Svæðið fékk síðar nafnið Korputún.
2018: Reitir festu kaup á Vínlandsleið efh., félagi með um 18.000 fermetra húsnæði, aðallega við Vínlandsleið í Reykjavík.
2019: Landspítali fékk afhentar um fimm þúsund fermetra höfuðstöðvar í tveimur samliggjandi húsum í Skaftahlíð. Húsin voru endurnýjuð með gagngerum hætti þannig að þau þjónuðu nýrri starfsemi sem best.
2020: Reitir lána heilbrigðisyfirvöldum Suðurlandsbraut 34, áður kallað Orkuhúsið og nýttist húsið sem ein helsta vígstöð yfirvaldi í baráttunni við heimsfaraldur Covid-19. Reitir hlutu svansvottun fyrir endurbætu skrifstofu Umhverfisstofnunnar að Suðurlandsbraut 24. Var það í fyrs sinn sem endurbætur húsnæðis hljóta svansvottun á Norðurlöndum.
2021: Reitir seldu byggingarheimilidr á Orkureit í kjölfar þess að nýtt deiliskipulag var samþykkt fyrir reitinn sem gerði ráð fyrir 440 íbúðum. Reitir keyptu af Festi tæplega 10.000 fermetra verslunarhúsnæði við Háholt 13-15 í Mosfellsbæ, Dalbraut á Akranesi og Hafnargötu 2 á Reyðarfirði.
2022: Byggingar að Skaftahlíð 24 sem hýsa skrifstofur Landspítala hlutu BREEAM In-Use vottun í apríl 2022. Korputún hlaut sömuleiðis BREEAM Communities vottun. Kúmen opnaði í Kringlunni. Pósthús mathöll opnaði. Reitir keyptu Lamhagaveg 7, um 4.200 fermetra sérhæft lagerhús þar sem Alvotech leigir. Endurbætur á Ármúla 7 og 9, þar sem Klíníkin er til húsa, hófust.
2023: Holtagarðar fengu upplyftingu og fjöldi nýrra verslan opnaði í verslunarkjarnanum. Vöruhús Aðfanga við Skútuvog 7-9 var stækkað en heildarstærð viðbyggingar er um 2.700 fermetrar. Heilsugæslan í Spönginni var í gegnum gagngerar endurbætur innann- og utanhúss. Vegna mikilla vinsælda var Pósthúss mathöll stækkuð.
2024: Ný vaxtarstefna félagsins mótuð til næstu fimm ára. Rúmlega 20.000 fermetrar bætast í eignasafnið. Gatnagerð hófst á Korputúni.
2025: Uppbyggingarsamningur við Reykjavíkurborg um 1. áfanga Kringlureits var undirritaður. Leigusamningur við FSRE vegna uppbyggingar á 87 rýma hjúkrunarheimili við Nauthólsveg liggur fyrir og hönnunarvinna í gangi.