Reitir fjárfesta í hóteli við Hlíðasmára í Kópavogi
Reitir og IS FAST-3 hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fm. hótel við Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi. Samhliða kaupunum verður gerður leigusamningur til langs tíma um rekstur hótelsins við Flóra hotels sem rekur einnig Reykjavík Residence, Tower Suites og tvö hótel undir merkjum Oddsson.

Heildarvirði er 1.990 m.kr. og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni eru um 200 m.kr. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 175 m.kr. á ársgrundvelli.
Áætlað er að afhending eignarinnar eigi sér stað eigi síðar en 1. maí nk. Afhending mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana.
Upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, forstjóri, í síma 624 0000 og á gudni@reitir.is og Kristófer Þór Pálsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga og greininga í síma 659 1700 og á kristofer@reitir.is.