Til baka

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 9. árið í röð

Reitir fasteignafélag hefur hlotið endurnýjaða viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2024.

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2024. Níunda árið í röð

Creditinfo kynnti í gær sinn árlega lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki í Hörpu. Reitir voru í 6. sæti á lista stórra fyrirtækja. Einungis um 2,5% fyrirtækja á Íslandi stóðust ströng skilyrði Creditinfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki í ár.

Listi Creditinfo er byggður á fjárhagslegu styrk- og stöðugleikamati á fyrirtækjum landsins og birtir í kjölfarið lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla öll skilyrðin og teljast þau framúrskarandi að mati Creditinfo. 

Til að komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtækin m.a. að vera í lánshæfisflokki 1-3, hafa haft jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og ársniðurstöðu þrjú undanfarin rekstrarár auk þess að uppfylla skilyrði um eignir og eiginfjárhlutfall.

Fleiri fréttir

Tónahvarf 3
Reitir fjárfesta fyrir 1,7 ma.kr. í Hvörfunum Kópavogi

Reitir hafa undirritað samkomulag um kaup félagsins á fasteignum í atvinnuhúsnæði að Tónahvarfi 3 í Kópavogi.

Reitir fjárfesta fyrir 2,3 ma.kr. á Kársnesi

Um er að ræða samtals um 5.300 fm iðnaðarhúsnæði við Vesturvör og verslunarrými við Hafnarbraut.

Margrét Helga Johannsdóttir - Reitir
Margrét Helga nýr forstöðumaður þjónustu hjá Reitum

Margrét mun leiða nýtt þjónustuteymi hjá Reitum