Til baka

Reitir fjárfesta fyrir 2,3 ma.kr. á Kársnesi

24 september 2024

Um er að ræða samtals um 5.300 fm iðnaðarhúsnæði við Vesturvör og verslunarrými við Hafnarbraut.

Reitir hafa undirritað samkomulag um kaup á iðnaðarhúsnæði við Vesturvör 32b og tveim verslunarrýmum að Hafnarbraut 13b og 15c í Kópavogi. Fasteignirnar eru um 5.300 fm að stærð og hýsa fjölbreyttan rekstur 8 leigutaka, m.a. Luxor, S. Helgason, BRIKK og Brasserie Kársnes.

Heildarvirði kaupanna er 2,3 ma.kr. sem verður að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema tæplega 177 m.kr. og leiða kaupin  til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 140 m.kr. á ársgrundvelli. Meðallengd núverandi leigusamninga er rúmlega 4,5 ár.

Áætlað er að afhending fasteignanna muni fara fram 1. nóvember 2024 þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana og samþykki stjórnar Reita fasteignafélags hf. fyrir kaupunum.

Fleiri fréttir

Viðtal við skipulagshönnuð 1. áfanga Kringlusvæðis og niðurstöður samráðs

Ítarlegt íbúasamráð er hluti vinnu vegna BREEAM vistvottunar skipulagsins

Sterkur rekstur á fyrstu níu mánuðum ársins

Góður gangur var á vegferð félagsins í átt að vexti og félagið hefur fjárfest vel umfram sett markmið í arðsömum fasteignakaupum og uppbyggingarverkefnum.

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2024. Níunda árið í röð
Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 9. árið í röð

Reitir fasteignafélag hefur hlotið endurnýjaða viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2024.