Til baka

Kringlan tilnefnd til Árunnar 2023

Herferð Kringlunnar fyrir rafræn gjafakort er tilnefnd til markaðsverðlauna Árunnar.

Kringlan er tilnefnd til markaðsverðlauna Árunnar á vegum Ímark. Við erum svo stolt af rafrænu gjafakortunum okkar! Herferð Kringlunnar var unnin í samstarfi við Kontor auglýsingastofu og snéri að nýjung; rafræn gjafakort sem tóku gildi í október 2023.

Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt rafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Þessi nýja tæknilausn frá fyrirtækinu Leikbreyti gerir viðskiptavinum mögulegt að vera með gjafakortið í veskinu í símanum sínum og því alltaf með kortið á sér. Rafræn gjafakort er umhverfisvæn lausn þar sem ekki þarf plastkort og umbúðir líkt og áður.

Fimm auglýsingaherferðir eru tilnefndar til markaðsverðlaunanna Árunnar. Verðlaunin eru veitt árangursríkustu auglýsingaherferð ársins á ÍMARK deginum föstudaginn 1. mars nk.

Fleiri fréttir

Jóhanna B. Hansen sviðsstjóra Umhverfissviðs Mosfellsbæjar, Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Þróunar hjá Reitum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Guðni Aðalsteinsson forstjóri Reita, Ingveldur Ásta Björnsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Reitum og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi deildarstjóri Eignasjóðs Mosfellsbæjar
Gatnagerð hafin í Korputúni

Tvö stór fyrirtæki a smásölumarkaði hafa tryggt sér samtals um 20 þúsund fermetra húsnæði a svæðinu.

Sigurlaug og Kristjana taka á móti viðurkenningu Reita sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024
Reitir framúrskarandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland.

Pósthússtræti 3-5. Reitir fasteignafélag
Stefnu um vöxt og fjárfestingu innan nýrra eignaflokka fylgt af krafti á fyrri árshelmingi

Uppgjör Reita fyrir fyrri árshelming var birt í dag og er í takti við útgefnar horfur.