Til baka

Ráðherra kom í heimsókn í Kringluna

Menningar - og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, heimsótti Kringluna á dögunum.

Eftirfarandi er pistill Lilju Daggar á vef stjórnarráðsins:

Menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti Kringluna í síðustu viku og segir starfsfólk verslunarmiðstöðvarinnar eiga hrós skilið fyrir skipulagða og góða vinnu í erfiðu verkefni. Grettistak hafi verið unnið á þeim rúmu tveimur vikum frá því að kviknaði í þaki verslunarmiðstöðvarinnar 15. júní síðastliðin. Kringlan opnaði 5 dögum eftir brunann sem verður að teljast afrek í ljósi umfangi skemmda en þá voru tæplega 30 verslanir lokaðar en nú eru þær 18. Í því samhengi má nefna að um 150 verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar eru í Kringlunni.

„Það er búið að hreinsa loftræsikerfið, stúka af skemmd rými með uppbyggjandi skilaboðum frá viðskiptavinum og tryggja að gestir verði fyrir eins litlum óþægindum og mögulegt er. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fólk geti ekki notið þess að versla í Kringlunni þó enn séu ekki allar verslanir opnar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir.

Skemmdi hússins voru miklar og eru rekstraraðilar mismikið tryggðir að sögn framkvæmdarstjóra Kringlunnar. „Áfallið fyrir eigendur og starfsmenn verslana er því gríðarlegt svo ekki sé minnst á tjónið, sem er ekki minna tilfinningalegt en fjárhagslegt fyrir marga. Enn eru 18 verslanir lokaðar og meirihluta þeirra þarf að innrétta upp á nýtt, laga loft og gólf. Þessar verslanir munu væntanlega opna í haust en það er einnig háð vörusendingum erlendis frá,“ segir Inga Rut Jónsdóttir.

Hluti af minningabanka landsmanna

Markaðsstjóri Kringlunnar Baldvina Snælaugsdóttir segir það ljóst að starfsemi í Kringlunni verður með öðru sniði fram á haust á meðan uppbygging á sér stað en það sé hvetjandi að finna stuðning viðskiptavina sem halda tryggð við Kringluna. „Aðsókn hefur að jafnaði haldist um 90% miðað við sama tíma í fyrra. Fjöldi hvatningakveðja hefur borist og gefur það öllum sem í Kringlunni starfa kraft til að halda ótrauð áfram.“

Kringlan opnaði 13. ágúst 1987 og var stór viðburður í viðskiptasögu landsins en fyrir voru minni verslunarmiðstöðvar á borð við Austurver, Suðurver, Glæsibæ og Grímsbæ. Kringlan var önnur stærsta bygging þjóðarinnar þegar hún opnaði og lýsir fyrirsögn í Þjóðviljanum 26. ágúst spenningnum vel: Kringlan er bylting! Og það var hún sannarlega en fyrstu opnunarviku Kringlunnar heimsóttu hana 140.000 gestir.

„Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég gekk um Kringluna að þessa fyrsta stóra verslunarmiðstöð landsins á sér sérstakan stað í hjörtum margra landsmanna. Hvort sem það tengist stjörnuljósamáltíð á Hard Rock, fyrstu útvíðu buxunum eða langri röð fyrir utan hljómplötuverslun til að eignast mikilvægan geisladisk, þá hefur Kringlan verið samferða landsmönnum í tæplega 40 ár og sinnt mikilvægu hlutverki verslunar - og menningu,“ segir Lilja Dögg en verslunarmiðstöðin hýsir einnig kvikmyndahús og Kringlukránna sem hefur haldið ófáa tónleika og böll í gegnum árin. Þar að auki er Borgarleikhúsið og Borgarbókarsafnið samtengd Kringlunni svo framboð afþreyingar er með besta móti.

Fleiri fréttir

Nýir stjórnendur og nýtt skipurit

Í kjölfar stefnumótunarvinnu og nýrrar stefnu um kraftmikinn vöxt á næstu árum hefur Reitir fasteignafélag innleitt nýtt skipurit. Nýju skipuriti er ætlað að efla vöxt félagsins með skýrri verkaskiptingu og skilvirkum ákvörðunartökuferlum.

Urriðaholtsstræti 2
Reitir kaupa Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ

Húsið var reist árið 2022 og hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina.

Rammasamningur um uppbyggingu fimm hjúkrunarheimila og verksamningur um uppbyggingu þess fyrsta

Reitir fasteignafélag og fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir hafa undirritað rammasamning um uppbyggingu fimm hjúkrunarheimila með samtals um 400-600 rýmum á næstu árum. Samhliða var undirritaður verksamningur um uppbyggingu fyrsta hjúkrunarheimilisins.