Til baka

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum í 10 ár

22 ágúst 2025

Reitir hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum árlega síðan 2015 og markar þetta því 10. árið í röð sem félagið hlýtur þessa viðurkenningu.

Viðurkenningin sem veitt er af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland er mikilvægt framtak í eftirfylgni með stjórnarháttum fyrirtækja og stuðlar að uppbyggilegum umræðum og þróun í þeim efnum. Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, var viðstaddur við glæsilega afhöfn þann 22. ágúst 2025 ásamt Láru Hilmarsdóttur, samskiptastjóra félagsins, til þess að taka á móti viðurkenningunni fyrir hönd félagsins.

Árangur félagsins að hafa hlotið þessa viðurkenningu samfleytt í áratug er til marks um áherslu Reita á vanaða og faglega stjórnarhætti.

Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar á stjórnarháttum félagsins og tekur hún mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Stjórnvísi er umsjónaraðili viðurkenningarinnar.

Fleiri fréttir

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.

Blóðbankinn opnar í Kringlunni

Blóðbankinn hefur nú opnað í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Íslands. Ný staðsetning eykur enn frekar aðgengi almennings að blóðgjöf sem er ómissandi liður í heilbrigðisþjónustunni.

Reitir flytja tímabundið í Kringluna 7 í sumar

Í sumar er skrifstofa Reita tímabundið staðsett í Kringlunni 7, á 7. hæð.