Til baka

Reitir framúrskarandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Reitir hafa hlotið viðurkenningur árlega síðan 2015. En félagið leggur mikinn metnað í vandaða stjórnarhætti.

Sigurlaug og Kristjana taka á móti viðurkenningu Reita sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024

Reitir hlutu í dag, 23. ágúst 2024, viðurkenningu sem framúrsakarandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Sigurlaug H. Pétursdóttir, forstöðumaður lögfræðisviðs og regluvörður og Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri, tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Reita.

Reitir leggja mikla áherslu á vandaða stjórnarhætti en Reitir hafa hlotið viðurkenninguna árlega síðan 2015.

Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar á stjórnarháttum félagsins og tekur hún mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Stjórnvísi er umsjónaraðili viðurkenningarinnar.

Fulltrúar fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024

Fulltrúar fyrirtækjanna 18 sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024 ásamt fulltrúum útgefenda verðlaunanna.

Á myndinni, sem tekin var í Nauthól við hátíðlega athöfn þann 23. ágúst 2024, eru fulltrúar fyrirtækjanna 18 sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024 ásamt fulltrúum Stjórnvísi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veittu veittu verðlaunin.

Fleiri fréttir

Jóhanna B. Hansen sviðsstjóra Umhverfissviðs Mosfellsbæjar, Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Þróunar hjá Reitum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Guðni Aðalsteinsson forstjóri Reita, Ingveldur Ásta Björnsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Reitum og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi deildarstjóri Eignasjóðs Mosfellsbæjar
Gatnagerð hafin í Korputúni

Tvö stór fyrirtæki a smásölumarkaði hafa tryggt sér samtals um 20 þúsund fermetra húsnæði a svæðinu.

Pósthússtræti 3-5. Reitir fasteignafélag
Stefnu um vöxt og fjárfestingu innan nýrra eignaflokka fylgt af krafti á fyrri árshelmingi

Uppgjör Reita fyrir fyrri árshelming var birt í dag og er í takti við útgefnar horfur.

Travel Connect leigir Suðurlandsbraut 34

Suðurlandsbraut 34, oft kallað Orkuhúsið, er nú í viðamiklu endurbótaferli sem miðar að því að sérsníða það að nýrri starfsemi.