Til baka

Reitir fyrirmyndar fyrirtæki í góðum stjórnarháttum

23 ágúst 2024

Reitir hafa hlotið viðurkenningur árlega síðan 2015. En félagið leggur mikinn metnað í vandaða stjórnarhætti.

Sigurlaug og Kristjana taka á móti viðurkenningu Reita sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024

Reitir hlutu í dag, 23. ágúst 2024, viðurkenningu sem fyrirmyndar fyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Sigurlaug H. Pétursdóttir, forstöðumaður lögfræðisviðs og regluvörður og Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri, tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Reita.

Reitir leggja mikla áherslu á vandaða stjórnarhætti en Reitir hafa hlotið viðurkenninguna árlega síðan 2015.

Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar á stjórnarháttum félagsins og tekur hún mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Stjórnvísi er umsjónaraðili viðurkenningarinnar.

Fulltrúar fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024

Fulltrúar fyrirtækjanna 18 sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024 ásamt fulltrúum útgefenda verðlaunanna.

Á myndinni, sem tekin var í Nauthól við hátíðlega athöfn þann 23. ágúst 2024, eru fulltrúar fyrirtækjanna 18 sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024 ásamt fulltrúum Stjórnvísi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veittu veittu verðlaunin.

Fleiri fréttir

Viðtal við skipulagshönnuð 1. áfanga Kringlusvæðis og niðurstöður samráðs

Ítarlegt íbúasamráð er hluti vinnu vegna BREEAM vistvottunar skipulagsins

Sterkur rekstur á fyrstu níu mánuðum ársins

Góður gangur var á vegferð félagsins í átt að vexti og félagið hefur fjárfest vel umfram sett markmið í arðsömum fasteignakaupum og uppbyggingarverkefnum.

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2024. Níunda árið í röð
Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 9. árið í röð

Reitir fasteignafélag hefur hlotið endurnýjaða viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2024.