Til baka

Ný vaxtarstefna Reita

Ný stefna hefur í för með sér aukinn vaxtarhraða félagsins á næstu fimm árum og ríkari áherslu á þróunarverkefni með sjálfbærni í forgrunni og fjárfestingu í fjölbreyttari eignaflokkum.

Ný stefna Reita leggur ríkari áherslu á þróunarverkefni með sjálfbærni í forgrunni og fjárfestingu í fjölbreyttari eignaflokkum þar sem sérstaklega verður horft til samfélagslegra innviða og eignaflokka þar sem þörfin er brýn.

 

Stefnt er að því að auka virði heildareigna í 300 milljarða innan fimm ára en alls hafa verið sett fram átta mælanleg markmið sem styðja við stefnuna og falla að áherslu á drifkraft og þekkingu, sjálfbærni, framúrskarandi rekstur, vöxt og arðsemi.

 

„Ný stefna Reita mun leiða okkur áfram á þeirri vegferð að auka vöxt með meiri áherslu á fasteignaþróun og fjárfestingu í nýjum eignarflokkum. Við viljum vera leiðandi afl í samfélaginu þegar kemur að uppbyggingu margvíslegra innviða. Fasteignir eru mikilvægur hluti af innviðum í samfélaginu og það er gríðarlega spennandi uppbyggingar- og umbreytingarskeið í gangi á höfuðborgarsvæðinu og í raun um allt land. Við ætlum að sækja þau miklu tækifæri sem það býður okkur og auka til muna slagkraft fyrirtækisins í nýsköpun og frjórri hugsun í verkefnum sem leika mikilvæg hlutverk í gangverki samfélagsins. Grunnurinn er auðvitað sú mikla reynsla og sterka staða sem Reitir hafa.“  segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita.

Nánar er fjallað um stefnuna í kynningu sem gefin var út í tengslum við uppfjör fyrsta ársfjórðungs.

Fleiri fréttir

Jóhanna B. Hansen sviðsstjóra Umhverfissviðs Mosfellsbæjar, Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Þróunar hjá Reitum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Guðni Aðalsteinsson forstjóri Reita, Ingveldur Ásta Björnsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Reitum og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi deildarstjóri Eignasjóðs Mosfellsbæjar
Gatnagerð hafin í Korputúni

Tvö stór fyrirtæki a smásölumarkaði hafa tryggt sér samtals um 20 þúsund fermetra húsnæði a svæðinu.

Sigurlaug og Kristjana taka á móti viðurkenningu Reita sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024
Reitir framúrskarandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland.

Pósthússtræti 3-5. Reitir fasteignafélag
Stefnu um vöxt og fjárfestingu innan nýrra eignaflokka fylgt af krafti á fyrri árshelmingi

Uppgjör Reita fyrir fyrri árshelming var birt í dag og er í takti við útgefnar horfur.