Til baka

Kringlan vinnur tvenn evrópsk verðlaun

Kringl­an hlaut á dög­un­um tvenn evr­ópsk verðlaun fyr­ir mörkun og upplifunarhönnun Kúmens sem opnaði í Kringl­unni í nóv­em­ber 2022.

Verðlaun­in Trans­form Aw­ards eru bæði virt og eft­ir­sótt. Verðlaun­in voru veitt við hátíðlega at­höfn í London á dög­un­um. Kringl­an ásamt mörk­un­ar- og upp­lif­un­ar­stof­unni M Worldwi­de hlaut silf­ur­verðlaun í flokk­un­um Best Brand Develop­ment Proj­ect og Best Brand Experience og bar þar sigur­orð af stór­um alþjóðleg­um vörumerkj­um m.a. Voda­fo­ne og Pepsi.

Best Brand Develop­ment Proj­ect verðlaun­in eru veitt fyr­ir framúrsk­ar­andi mörk­un og umbreyt­ingu hús­næðis í takti við breytta stefnu, gildi eða staðfærslu á markaði. Best Brand Experience verðlaun­in eru veitt fyr­ir frá­bæra upp­lif­un gesta á staðnum.

Með því að smella hér getur þú fræðst um verðlaunin eftirsóttu.

Mik­il viður­kenn­ing fyr­ir Kringl­una og Kúmen

„Við erum afar stolt að hafa unnið til þess­ara stóru alþjóðlegu verðlauna. Þetta er mik­il viður­kenn­ing fyr­ir Kringl­una og Kúmen,“ seg­ir Inga Rut Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kringl­unn­ar.

 „Það er al­veg ljóst að Reykja­vík var að kalla á nýj­an stað til að hitt­ast, borða og njóta. Á sama tíma er hlut­verk og starf­semi versl­un­ar­miðstöðva um all­an heim að breyt­ast þ.e. þátt­ur upp­lif­un­ar og skemmt­un­ar skip­ar æ stærri sess. Þar hitt­ir Kúmen hitti beint í mark. Gesta­fjöldi hef­ur auk­ist um þriðjung eft­ir breyt­ing­una og velta á veit­inga­stöðunum hef­ur auk­ist um allt að 100%,“ seg­ir Inga Rut.

Ánægð með verðlaun­in

„Við hjá Reit­um erum mjög ánægð með þessi verðlaun. Þróun og umbreyt­ing fast­eigna er mik­il­væg­ur hlekk­ur í því hlut­verki fast­eigna­fé­lags­ins að skapa um­gjörð utan um sam­fé­lagið og um mann­lífið í borg­inni. Með þess­um verðlaun­um er staðfest enn frek­ar að teymi Reita er á heims­mæli­kv­arða í umbreyt­ingu hús­næðis og í því að skapa frá­bæra upp­lif­un gesta,“ seg­ir Guðni Aðal­steins­son, for­stjóri Reita.

Breyt­ing­arn­ar voru unn­ar í ná­inni sam­vinnu Kringl­unn­ar, Reita fast­eigna­fé­lags, THG arki­tekta og M Worldwi­de.

Fleiri fréttir

Ráðherra kom í heimsókn í Kringluna

Menningar - og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, heimsótti Kringluna á dögunum.

Nýir stjórnendur og nýtt skipurit

Í kjölfar stefnumótunarvinnu og nýrrar stefnu um kraftmikinn vöxt á næstu árum hefur Reitir fasteignafélag innleitt nýtt skipurit. Nýju skipuriti er ætlað að efla vöxt félagsins með skýrri verkaskiptingu og skilvirkum ákvörðunartökuferlum.

Urriðaholtsstræti 2
Reitir kaupa Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ

Húsið var reist árið 2022 og hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina.