Til baka

Inga tekur við Kringlunni og Sigurjón fer fyrir nýju þróunarfélagi Kringlureitsins

26 apríl 2023

Inga Rut Jónsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Kringlunnar. Sigurjón Örn Þórsson, frafarandi framkvæmdastjóri tekur við nýju starfi sem framkvæmdastjóri nýs þróunarfélags sem mynda á um uppbyggingu á Kringlureitnum.

Sigurjón Örn Þórsson mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kringlunnar þann 1. júní nk. Sigurjón hefur gegnt starfinu í 17 ár. Stjórn Rekstrarfélags Kringlunnar vill þakka Sigurjóni af heilhug fyrir frábært og óeigingjarnt framlag hans til Kringlunnar undanfarin ár. Sigurjón hefur verið í fararbroddi á þeirri vegferð að verja, viðhalda og byggja upp stöðu Kringlunnar sem fjölsóttasta og vinsælasta verslunarkjarna landsins sem og þróa Kringluna í takt við kröfur tímans, ekki síst hvað stafræna þróun varðar. Á þessari vegferð hefur verið glímt við ýmsar áskoranir eins og efnahagshrun og heimsfaraldur, verkefni sem Sigurjón og samstarfsfólk hans hafa tekist á við af einurð og festu.

Frá 1. júní nk. mun Sigurjón Örn Þórsson taka við nýju starfi sem framkvæmdastjóri nýs þróunarfélags sem mynda á um þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kringlureitnum öllum sem afmarkast af Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Kringlu- og Listabraut. Megin hlutverk nýs þróunarfélags Kringlureitsins er að leiða áfram þróun svæðisins í samstarfi við alla hlutaðeigandi aðila og tryggja sem bestan og hraðastan framgang verkefnisins, skipulags- og framkvæmdalega og tryggja að þróun hverfisins alls tali sem best saman við þá starfsemi sem þar er fyrir. Um er að ræða þróun og uppbyggingu samfélags með blöndu af íbúðum, verslunum, þjónustu, menningu og listastarfsemi miðsvæðis í Reykjavík. Svæðið allt er um 13 hektarar þar sem gert er ráð fyrir um 160 þús. nýjum fermetrum og fjöldi íbúða getur orðið um 1.000.

 Frá 1. júní nk. mun Inga Rut Jónsdóttir taka við sem nýr framkvæmdastjóri Kringlunnar.  Inga Rut hefur starfað hjá Reitum í 18 ár sem viðskiptastjóri með áherslu á leigusamninga í verslun, einkum í Kringlunni. Inga Rut hefur að auki setið í markaðsráði Kringlunnar undanfarin ár.Reitir þakka Ingu Rut fyrir mjög gott starf innan félagsins og óska henni alls hins besta á nýjum vettvangi um leið og hlakkað er til áframhaldandi góðs samstarfs félaganna.

Fleiri fréttir

Viðtal við skipulagshönnuð 1. áfanga Kringlusvæðis og niðurstöður samráðs

Ítarlegt íbúasamráð er hluti vinnu vegna BREEAM vistvottunar skipulagsins

Sterkur rekstur á fyrstu níu mánuðum ársins

Góður gangur var á vegferð félagsins í átt að vexti og félagið hefur fjárfest vel umfram sett markmið í arðsömum fasteignakaupum og uppbyggingarverkefnum.

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2024. Níunda árið í röð
Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 9. árið í röð

Reitir fasteignafélag hefur hlotið endurnýjaða viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2024.