Til baka

Guðni Aðalsteinsson hefur tekið við starfi forstjóra Reita

Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita

Guðni tók við starfinu í byrjun apríl. Hann hefur víðtæka reynslu af rekstri  og stjórnunarstörfum.

Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður:
"Reitum er mikill fengur að því að fá notið víðtækrar reynslu og þekkingar Guðna nú þegar við blasa afar fjölbreytt og áhugaverð sóknarfæri til þróunar á starfsemi félagins. Hann kemur til starfa úr kröfuhörðu alþjóðlegu umhverfi með áherslur og sýn m.a. um sjálfbærni, sem vel falla að stefnumótun félagsins um uppbyggingu, þjónustu og arðsemi.  Guðni er vel til þess fallinn að nýta krafta félagsins og leiða það inn í nýtt uppbyggingarskeið til að svara nýjum þörfum og áskorunum".

Fleiri fréttir

Jóhanna B. Hansen sviðsstjóra Umhverfissviðs Mosfellsbæjar, Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Þróunar hjá Reitum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Guðni Aðalsteinsson forstjóri Reita, Ingveldur Ásta Björnsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Reitum og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi deildarstjóri Eignasjóðs Mosfellsbæjar
Gatnagerð hafin í Korputúni

Tvö stór fyrirtæki a smásölumarkaði hafa tryggt sér samtals um 20 þúsund fermetra húsnæði a svæðinu.

Sigurlaug og Kristjana taka á móti viðurkenningu Reita sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024
Reitir framúrskarandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland.

Pósthússtræti 3-5. Reitir fasteignafélag
Stefnu um vöxt og fjárfestingu innan nýrra eignaflokka fylgt af krafti á fyrri árshelmingi

Uppgjör Reita fyrir fyrri árshelming var birt í dag og er í takti við útgefnar horfur.