Til baka

Travel Connect leigir Suðurlandsbraut 34

Travel Connect hefur gert langtíma leigusamning um bygginguna að Suðurlandsbraut 34. Húsið, sem er um 3.100 fermetrar á sex hæðum er nú í viðamiklu endurbótaferli sem miðar að því að sérsníða það að starfsemi Travel Connect.

Framkvæmdir á húsinu koma til með að standa yfir í vetur og Travel Connect fær húsið afhent vorið 2025. Við hlökkum til að taka á móti Travel Connect á Suðurlandsbrautinni.

Sögufrægt hús
Rafmagnsveita Reykjavíkur, síðar Orkuveita Reykjavíkur, lét reisa Suðurlandsbraut 34 í upphafi 9. áratugarins. Arkitektar hússins eru Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson og er húsið oft talið meðal betri dæma um vandaðan arkitektúr í Reykjavík. Orkuhúsið, fyrirtæki í heilbrigðisstarfsemi, var lengi í húsinu en eftir að sú starfsemi flutti var skrifaður nýr kafli í sögu hússins þegar Reitir lánuðu heilbrigðisyfirvöldum bygginguna árið 2020 og það varð ein aðalbækistöð heilbrigðisyfirvalda í baráttunni gegn heimsfaraldrinum.

Undanfarin ár hefur verið unnið að skipulagningu og uppbyggingu nýs borgarhverfis á Orkureitnum. Reitir leiddu skipulagsvinnuna og er skipulagið BREEAM Communities vottað sem þýðir að þriðji aðili hefur vottað gæði skipulagsins með tilliti til samfélagslegra-, umhverfislegra- og efnahagslegra gæða.

Reitir seldu byggingarheimildir á lóðinni árið 2021 og Safír fasteignir vinna nú að uppbyggingu vandaðs íbúðahverfis á Orkureitnum.

Suðurlandsbraut 34 er á Orkureitnum

Fleiri fréttir

Jóhanna B. Hansen sviðsstjóra Umhverfissviðs Mosfellsbæjar, Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Þróunar hjá Reitum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Guðni Aðalsteinsson forstjóri Reita, Ingveldur Ásta Björnsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Reitum og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi deildarstjóri Eignasjóðs Mosfellsbæjar
Gatnagerð hafin í Korputúni

Tvö stór fyrirtæki a smásölumarkaði hafa tryggt sér samtals um 20 þúsund fermetra húsnæði a svæðinu.

Sigurlaug og Kristjana taka á móti viðurkenningu Reita sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024
Reitir framúrskarandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland.

Pósthússtræti 3-5. Reitir fasteignafélag
Stefnu um vöxt og fjárfestingu innan nýrra eignaflokka fylgt af krafti á fyrri árshelmingi

Uppgjör Reita fyrir fyrri árshelming var birt í dag og er í takti við útgefnar horfur.