Hluthafafundir Reita
Hluthafafundir Reita
Ár:
Hér má finna upplýsingar um hluthafafundi Reita fasteignafélags hf.
Stjórn Reita fasteignafélags hf. boðar til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður miðvikudaginn 16. október 2024 kl. 15:30 í sal 3 á Hotel Reykjavik Natura við Nauthólsveg 52, 102 Reykjavík.
Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. var haldinn kl. 15.00, miðvikudaginn 6. mars 2024 í fundarsal 2 á Hotel Reykjavik Natura, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík. Hlutafé Reita á boðunardegi hluthafafundarins var kr. 745.638.233. Nafnverð hvers hlutar er 1. kr og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut. Allir hlutir eru í sama flokki.
Mikilvægar dagsetningar 2024:
25. febrúar Skilafrestur tillagna eða ályktana hluthafa (frestur til 15:00)
28. febrúar Framboðsfrestur til stjórnar rennur út (frestur til 15:00)
29. febrúar Upplýsingar um frambjóðendur birtar
1. mars Frestur hluthafa til að óska eftir hlutfalls- eða margfeldiskosningu rennur út (frestur til 15:00)
1. mars Frestur hluthafa til að óska eftir að kjósa bréfleiðis um mál á dagskrá rennur út (frestur til 15:00)
3. mars Frestur félagsins til birtingar á endanlegri dagskrá og tillögum rennur út
6. mars Aðalfundur
7. mars Áætlaður arðleysisdagur
8. mars Áætlaður arðsréttindadagur
27. mars Áætlaður arðgreiðsludagur
Stjórn Reita fasteignafélags hf. boðar til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður fimmtudaginn 1. febrúar 2024 kl. 16:00 á skrifstofu félagsins að Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík, 3. hæð.