Til baka

Eignaskýrsla fyrri árshelmings komin út

Fermetrar í eignasafni Reita eru um 465 þúsund, þeir dreifast á um 140 fasteignir með um 700 leigurýmum. Leigutakarnir, sem eru viðskiptavinir Reita, eru um 450 talsins.

Fjárfestingareignir Reita voru metnar á 208.766 millj. kr. um mitt ár 2024. Eignasafn Reita skiptist í verslunarhúsnæði (36%), skrifstofuhúsnæði (35%), hótel (15%) og annað (14%). Innan eignasafnsins eru um 140 fasteignir, tíu verðmætustu eignirnar standa að baki um 47% virðis eignasafnsins.

Í eignasafni Reita eru byggingarréttir og ótekjuberandi eignir sem metnar voru á 9.785 millj.kr. um mitt ár 2024. Reitir vinna nú að þróun um 600 íbúða og um 140 fermetra atvinnuhúsnæðis. Á meðal þróunareigna eru fasteignir sem mynda leigutekjur og metnar væru á um 6.500 millj.kr. ef notuð væri sama aðferðafræði við virðismat þeirra og beitt er við virðismat tekjuberandi eigna.

Kringlureitur, Korputún og hóteluppbygging á Laugavegi 176 eru meðal verkefna sem Reitir vinna að og fjallað er um í skýrslunni ásamt öðrum verkefnum sem eru skemur á veg komin.

Opinberir aðilar standa að baki um 16% leigutekna Reita og stórfyrirtæki að baki um 51% tekna. Stærstu leigutakar félagsins, utan opinbera geirans eru Berjaya og Hagar, samtals með um 17%. Nánari útlistun á stærstu leigutökum og samsetningu leigutaka er að finna í skýrslunni.

Skoða eignasafnsskýrslu Reita fyrir fyrri árshelming 2024

Fleiri fréttir

Margrét Helga Johannsdóttir - Reitir
Margrét Helga nýr forstöðumaður þjónustu hjá Reitum

Margrét mun leiða nýtt þjónustuteymi hjá Reitum

JYSK og Bónus fyrst til að tryggja sér húsnæði í Korputúni

JYSK hefur gengið frá viljayfirlýsingu við Reiti um kaup á lóðum og Bónus hefur undirritað viljayfirlýsingu um nýtt verslunarhúsnæði í hverfinu.

Jóhanna B. Hansen sviðsstjóra Umhverfissviðs Mosfellsbæjar, Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Þróunar hjá Reitum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Guðni Aðalsteinsson forstjóri Reita, Ingveldur Ásta Björnsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Reitum og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi deildarstjóri Eignasjóðs Mosfellsbæjar
Gatnagerð hafin í Korputúni

Tvö stór fyrirtæki a smásölumarkaði hafa tryggt sér samtals um 20 þúsund fermetra húsnæði a svæðinu.