SkrifstofuReitir
Skrifstofuhúsnæði, ásamt verslunarhúsnæði, myndar eina meginstoð eignasafns Reita.
Á meðal skrifstofueigna Reita eru Vínlandsleið 2−4, 6−8 og 12−16, byggingar sem hýsa aðallega opinberar stofnanir. Aðrar eignir eru t.d. höfuðstöðvar Origo að Borgartúni 37, höfuðstöðvar Advania við Guðrúnartún 10, Dalshraun 1 og 3 í Hafnarfirði, Höfðabakki 9, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð 4, Kauphallarhúsið og höfuðstöðvar Landspítala við Skaftahlíð. Jafnframt skrifstofuhúsnæði við Austurstræti 8−10 og 12−14.
Skrifstofuhúsnæði við Vínlandsleið í Reykjavík
Hluti skrifstofuhúsnæðis í eigu Reita við Vínlandsleið í Reykjavík.
Skrifstofubyggingarnar við Vínlandsleið 2-8 og 12-16 eru í eigu Reita. Um er að ræða tæplega 15.200 fermetra húsnæði sem er að mestu skrifstofuhúsnæði en með nokkrum verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæð. Leigutakar í húsunum eru að mestu leyti opinberir aðilar. Þegar eignirnar voru keyptar árið 2018 voru leigutakar m.a. Sjúkratryggingar Íslands, Matís ohf., Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Lyfjastofnun og Fjölmennt.
Höfðabakki 9
Við Höfðabakka 9 er bogadregin skrifstofubygging og lægri bygging. Samtals um 25.000 fermetrar.
Byggingarnar við Höfðabakka 9 eru um 25.000 fermetrar. Þær voru byggðar fyrir Íslenska aðalverktaka á árunum 1969 til 1980 eftir teikningum feðganna Halldórs Jónssonar og Garðars Halldórssonar. Bogabyggingin hýsti upphaflega skrifstofur Íslenskra aðalverktaka og aðra skrifstofustarfsemi en lágbyggingin ýmiskonar iðnað, þ. á m. Marel á sínum fyrstu árum og Tækniháskólann sem síðar sameinaðist Háskólanum í Reykjavík. Nú er að mestu leyti skrifstofustarfsemi í lágbyggingunni en einnig nokkrar verslanir og þjónustufyrirtæki.
Bogabyggingin var hönnuð í "post-modern" stíl sem var einkennandi fyrir byggingar Halldórs Jónssonar arkitekts. Reitir hafa varðveitt einkenni bogabyggingarinnar að mestu leyti, í lítavali, íburðarmiklum hringstiga, upprunalegum marmara á gólfum og svissnesku málmáferðar veggfóðri á stigagangi.
Undanfarin ár hefur farið fram mikil endurnýjun á lóð og húsnæði Höfðabakka 9. Lóðin hefur verið endurnýjuð með nýjum gróðri á bílastæðum og blágrænum ofanvatnslausnum. Húsnæði bæði bogabyggingarinnar og lágbyggingarinnar hefur að lang mestu leyti verið endurnýjað, þar af er töluverður hluti sem var endurnýjaður árið 2011 fyrir Eflu verkfræðistofu og hlaut sú framkvæmd BREEAM Refurbishment vottun árið 2013, vottunin var meðal fyrstu BREEAM vottana á Íslandi og sú fyrsta sem veitt var einkaaðila á Íslandi.
Guðrúnartún 10
Guðrúnartún 10, höfuðstöðvar Advania.
Guðrúnartún 10 er tæplega 7.000 fermetra frábærlega staðsett bygging nálægt mörgum öðrum fyrirtækjum og stofnunum. Úr húsinu er óhindrað útsýni yfir sundin og til Esjunnar. Húsið var byggt á árunum 1962 til 1964 en það hefur fengið mikla endurnýjun í gegnum tíðina. Gatan sem húsið stendur við, Guðrúnartún, hét áður Sætún, en nafni götunnar var breytt árið 2012.
Reitir eignuðust fasteignina 2016. Upplýsingatæknifyrirtækið Advania hefur verið með sína starfsemi í húsinu til margra ára.
Skaftahlíð 24 og Eiríksgata 5 - húsnæði Landspítala
Skaftahlíð 24, skrifstofur Landspítala.
Skaftahlíð 24
Við Skaftahlíð 24 eru tvær byggingar, samtals um 5.000 fermetrar, sem hýsa aðalskrifstofur Landspítala. Húsin voru endurnýjuð vandlega árið 2019 og hlaut sú framkvæmd BREEAM Refurbishment vottun.
Áður en Landspítali flutti skrifstofur sínar í húsin hýstu þau starfsemi fjölmiðlafyrirtækisins 365 til margra ára. Byggingin nær Miklubraut var reist árið 1959 og hýsti starfsemi Tónabæjar á árunum 1968 til 2000. Húsið sem stendur norðar á lóðinni var byggt 1978 og hýsti lengi m. a. skrifstofur IBM á Íslandi (síðar Origo).
Eiríksgata 5.
Eirkíksgata 5
Húsið við Eiríksgötu 5, Eiríksstaðir, var reist af Stórstúku Íslands á árunum 1964-1968. Húsið var kallað Templarahöllin, þar voru haldin vinsæl böll og bingó. Árið 1999 var húsinu breytt og það stækkað. Húsið hefur hýst starfsemi á vegum Landspítala til margra ára. Á árinu 2019 var húsinu breytt úr skrifstofuhúsi í göngudeild.
Dalshraun 1 og 3 í Hafnarfirði
Dalshraun 1 og 3 í Hafnarfirði.
Dalshraun 1 er um 6.300 fermetra bygging reist árið 2009 sem hýsti lengi Actavis en eftir breytingar eru nú mörg fyrirtæki í húsinu.
Lokið var við byggingu um 6.100 fermetra húss að Dalshrauni 3 árið 2013. Valitor, nú Rapyd, var meðal fyrstu leigutaka í húsinu og gerðu með sér grænan leigusamning sem fólst í samkomulagi milli aðila um að reka húsnæði með vistvænum hætti. Var þetta fyrsti græni leigusamningurinn sem gerður var á Íslandi.
Borgartún 37
Borgartún 37 í Reykjavík.
Borgartún 37 er um 6.500 fermetra skrifstofubygging sem var reist árið 1999. Mikils útsýnis nýtur í húsinu og er það vel staðsett með greiðfæru aðgengi að Kringlumýrarbraut og Sæbraut.
Reitir eignuðust fasteignina 2016. Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur verið með sína starfsemi í húsinu til margra ára.
Norðurslóð 4, Borgir, á Akureyri
Norðurslóð 4, Borgir, á Akureyri.
Húsið er í daglegu tali kallað Borgir. Húsið er um 5.400 fermetrar og var byggt árið 2004 fyrir starfsemi Háskólans á Akureyri og opinberar rannsóknarstofnanir sem talið var að gætu notið góðs af nálægðinni við háskólann og aukið samstarf sitt á sviði kennslu og rannsókna og styrkt háskólasamfélagið á Akureyri. Húsnæðið er að hluta til hefðbundið skrifstofuhúsnæði en þar er einnig að finna sérhæft rými undir rannsóknarstofur ásamt tilheyrandi búnaði.
Laugavegur 182, Kauphallarhúsið.
Laugavegur 182, Kauphallarhúsið.
Húsið við Laugaveg 182 er oft kallað Kauphallarhúsið, það var reist árið 2001 og er tæplega 4.000 fermetrar að stærð.