Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning vegna fyrri árshelmings árið 2023.
Lykiltölur uppgjörsins eru eftirfarandi:
Lykiltölur rekstrar | 6M 2023 | 6M 2022 |
Tekjur | 7.351 | 6.523 |
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna | -2.062 | -1.759 |
Stjórnunarkostnaður | -381 | -350 |
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu | 4.908 | 4.414 |
Matsbreyting fjárfestingareigna | 10.046 | 5.774 |
Rekstrarhagnaður | 14.954 | 10.188 |
Hrein fjármagnsgjöld | -6.488 | -5.745 |
Heildarhagnaður | 6.747 | 4.014 |
Hagnaður á hlut | 9,1 kr. | 5,3 kr. |
Lykiltölur efnahags | 30.6.2023 | 31.12.2022 |
Fjárfestingareignir | 185.308 | 172.270 |
Handbært og bundið fé | 3.760 | 871 |
Heildareignir | 190.957 | 174.880 |
Eigið fé | 60.370 | 56.104 |
Vaxtaberandi skuldir | 106.679 | 97.087 |
Eiginfjárhlutfall | 31,6% | 32,1% |
Skuldsetningarhlutfall | 59,5% | 58,3% |
Lykilhlutföll | 6M 2023 | 6M 2022 |
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið) | 96,0% | 94,9% |
Arðsemi eigna | 5,7% | 5,6% |
Rekstrarhagnaðarhlutfall | 64,1% | 63,9% |
Rekstrarkostnaðarhlutfall | 26,9% | 25,6% |
Stjórnunarkostnaðarhlutfall | 5,0% | 5,1% |
Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.
Hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.
Guðjón Auðunsson, forstjóri:
„Rekstur Reita gekk vel fyrri hluta ársins 2023. Rekstrarhagnaður óx lítillega umfram verðlag og góður gangur hefur verið í útleigu. Stórum framkvæmdaverkefnum á vegum félagsins miðar vel en á fyrri hluta árs námu eignfærðar framkvæmdir 2,9 milljörðum króna. Stærstu verkefnin undanfarin misseri felast í stækkun Klíníkurinnar í Ármúla og vöruhúss Aðfanga við Skútuvog. Endurbætur og breytingar í Holtagörðum ganga samkvæmt áætlun, þar opnaði Bónus nýja verslun í júlí og þrjú ný s.k. premium outlet koma til með að opna þar í haust.„
Horfur ársins
Vegna góðrar afkomu á fyrstu sex mánuðum ársins hækkum við horfur um tekjur og rekstrarhagnað á árinu um 100 m.kr. Er nú gert ráð fyrir að tekjur ársins verði á bilinu 14.950 - 15.150 m.kr. og að NOI ársins verði á bilinu 10.200 - 10.400 m.kr.
Nánari upplýsingar og kynningarfundur
Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson forstjóri og Einar Þorsteinsson fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 22. ágúst á skrifstofu Reita í Kringlunni 4-12.
Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, reitir.is/fjarfestar.
Um Reiti
Reitir fasteignafélag er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis, sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 455 þúsund fermetrar að stærð.
Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Berjaya Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.
Upplýsingar veita Guðjón Auðunsson forstjóri í síma 575 9000 eða 660 3320 og Einar Þorsteinsson fjármálastjóri í síma 575 9000 eða 669 4416.
Viðhengi
- 2023-06 Reitir fasteignafélag hf - kynning
- Reitir fasteignafélag hf árshlutareikningur 2023-06 birtur