Reitir gengu til samnninga við Hyatt Hotels Corporation um rekstur hótels í fasteign félagsins að Laugavegi 176 í desember 2019 eins og greint var frá með tilkynningu í kauphöll á sínum tíma, sjá hér.

Undir lok árs 2020 samþykktu aðilar að fresta hönnun og framkvæmdum og seinka áætluðum opnunartíma hótelsins þar til línur hefðu skýrst betur varðandi þróun Covid-19 heimsfaraldursins vegna áhrifa hans á ferðalög um allan heim. Í apríl 2022 var ákveðið að halda áfram með verkefnið og hefur stjórn Reita nú staðfest nýja áætlun sem gerir ráð fyrir að hótelið geti opnað undir lok árs 2024.

Fjárfesting Reita í endurbyggingu fasteignarinnar, eins og fyrirhuguð hönnun hennar er nú, er áætluð rúmlega fimm milljarðar króna. Mun sá kostnaður að mestu falla til á árinu 2024 og verður að mestu fjármagnaður með lánsfé.

Upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, í síma 660 3320 og á netfanginu gudjon@reitir.is